09.04.1923
Efri deild: 35. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 173 í C-deild Alþingistíðinda. (2050)

123. mál, skipun prestakalla

Jón Magnússon:

Það er ekki út af þessu máli, að jeg stend upp, heldur út af ummælum hv. 5. landsk. þm. (JJ). Hann vildi halda því fram, að mjer skildist, að þörf fólks fyrir kirkju og presta væri altaf að minka, og dró það af messuföllunum. En jeg er á gagnstæðri skoðun. Sjest það best hjer í Reykjavík, að þörf fólksins fyrir kirkju og presta er síst minni en áður. En messuföllin held jeg stafi af því, að meiri kröfur eru nú gerðar til presta en áður var, því að góðir prestar fá altaf tækifæri til að messa. Er jeg því eindregið á þeirri skoðun, að trúarþörf og trúarlíf sje altaf að vaxa, og er því alls. ekki hræddur við skilnað ríkis og kirkju.