28.02.1923
Efri deild: 7. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í C-deild Alþingistíðinda. (2921)

34. mál, íþróttasjóður í Reykjavík

Jón Magnússon:

Háttv. flm. (JJ) sagði, að jeg hefði komist í mótsögn, er jeg taldi þetta bæjarmál, sem rjett gæti verið að styrkja af ríkisfje. Sje þetta mótsögn, þá held jeg að margar sjeu mótsagnirnar, og nægir að benda á, að hafnargerðin hjerna var þó bæjarmál, sem styrk fjekk af ríkisfje. Jeg held því, að háttv. flm. hafi sagt þetta óvart.

Það kann vel að vera, að það lýsi stórhug að leggja þetta gjald á íþróttamenn, en jeg sje eigi betur en það komi býsna hart niður á þeim.

Það er misskilningur hjá háttv. flm. (JJ), að jeg hafi ráðgast við kjósendur úti í bæ um þetta mál. Því það stendur ljóst fyrir mjer, að það sje hringl af þinginu, ef það samþykkir þennan skatt núna, en leysti áhugamennina undan honum helmingi lægri í fyrra.