17.03.1923
Efri deild: 19. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í D-deild Alþingistíðinda. (2965)

74. mál, húsnæði fyrir opinberar skrifstofur í Reykjavík

Jón Magnússon:

Jeg skal leyfa mjer að taka það fram, að jeg hefi ekkert á móti þáltill. þessari að efni til. Jeg álít það alveg rjett, sem hæstv. landsstjórn hefir gert í máli þessu, sem sje að semja við stjórn Landsbankans um húsnæði fyrir skrifstofur landsins. En jeg vil taka það fram, að mjer hefir altaf verið illa við óþarfar þáltill. Þáltill. sú, er hjer um ræðir, fer fram á það, sem hæstv. landsstjórn á ómögulegt með að gera, af þeirri ástæðu, að hún er þegar búin að gera það. Það, sem þáltill. fer fram á, er þegar uppfylt af hálfu hæstv. landsstjórnar. Jeg teldi rjett, að þáltill. verði vísað til hægtv. stjórnar, þar eð hún þegar hefir ekki einungis hafið samninga um þetta mál, heldur sama sem lokið þeim. Eins og jeg tók fram í öndverðu, þá er jeg eigi á móti þáltill. í sjálfu sjer, en jeg er henni eigi samþykkur, af því að jeg álít hana óþarfa. Jeg geri það því að till. minni, að henni sje vísað til hæstv. landsstjórnar.