20.04.1923
Neðri deild: 46. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 236 í D-deild Alþingistíðinda. (3135)

130. mál, tryggingar fyrir enska láninu

Magnús Guðmundsson:

Það eru aðeins örfá orð út af ræðu hv. þm. Ak. (MK). Hann viðhafði þau orð, að hann mátti vænta svars við þeim. Hv. þm. (MK) gengur út frá því, að úr því að jeg er ekki í stjórnarflokknum, hljóti jeg að vera á móti öllu því, sem stjórnin gerir, hvort sem það er rjett eða rangt. En jeg vil segja honum það, að jeg skil stöðu mína sem þingmaður svo, að mjer beri að styðja mál, sem jeg tel rjett, hvort sem jeg er stuðningsmaður stjórnar eða ekki. Hann þarf því ekki að skipa mjer í stjórnarflokkinn, þótt jeg fylgi stjórninni í þessu máli. Jeg ætla ekki að gera honum sömu skil og geta þess til, að hann sje með þessari till., sem hjer er til umr., af því að hann sje að slíta fylgi við stjórnina. Þvert á móti ætla jeg að geta þess til, að hann verði fylgismaður hennar áfram. Hæstv. stjórn þarf því ekki míns fylgis með Hún hefir, eins og hv. þm. Ak. (MK) sagði í dag, Móse og spámennina. Hún hefir Framsóknarflokkinn til fylgis, og það er víst ekki hætt við, að hann reynist ekki nógu tryggur.