02.03.1923
Neðri deild: 10. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 445 í D-deild Alþingistíðinda. (3192)

40. mál, skipun nefndar til að íhuga vatnamálin

Forseti (BSv):

Það hefir verið vakið máls á því, að það mundi koma í bága við 16. gr. þingskapanna að setja málið í sjerstaka nefnd hjer í deildinni, þar sem því hefir verið vísað til allsherjarnefndar í efri deild. En þess er að gæta, að í 16. gr., 9. málsgrein, er undantekning gerð frá þessu, en þar segir svo:

„Heimilt er þó hvorri deild að kjósa lausanefndir til að íhuga einstök mál“, o. s. frv.

Auk þessa má líta svo á, sem sjerstök nefnd hafi verið skipuð í þessu máli í Ed., því að þar hefir tveim mönnum verið bætt í allsherjarnefnd til þess eins að athuga þetta mál.