11.05.1923
Sameinað þing: 6. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í D-deild Alþingistíðinda. (3228)

160. mál, vantraust á núverandi stjórn

Magnús Pjetursson:

Jeg vildi aðeins leyfa mjer að gera þá fyrirspurn til hæstv. stjórnar, hvort hún hafi hugsað sjer að bæta við sig manni eða að halda áfram með 2 ráðherrum. Er mjer og forvitni að vita um það, ef hún hugsar sjer að halda þannig áfram, samkvæmt hvaða lögum hún geri það þá. Skal jeg svo ekki segja meira, en vil aðeins taka það fram, að mjer finst það næsta nýstárlegt, ef stjórnarandstæðingarnir ætla ekki að greiða atkv. um dagskrána.