23.04.1923
Efri deild: 46. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 586 í D-deild Alþingistíðinda. (3313)

146. mál, prestsþjónusta í Mosfellsprestakalli

Jón Magnússon:

Jeg get vel skilið, hvers vegna hv. flm. (JJ) skilur mig ekki. Þó að hann sje gáfaður maður, þá hefi jeg orðið var við, að hann er óvenjulega skilningslítill á alt, sem lögum viðkemur. Ef takmarka á þá heimild, sem landsstjórnin hefir samkvæmt lögum. Þá er það vitanlega ekki hægt með þál., heldur með lögum. Þetta ætti hverjum meðalgreindum manni að vera svo ljóst, að ekki þyrfti að eyða löngum tíma í útskýringar.