02.05.1923
Efri deild: 53. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í B-deild Alþingistíðinda. (440)

83. mál, fræðsla barna

Jón Magnússon:

Mjer er þetta ekki minsta kappsmál. Það var ekki rjett hjá hv. 1. þm. Húnv. (GÓ), að jeg hefði sagt, að það yrði meiri kostnaður við þetta; jeg sagðist aðeins búast við, að svo gæti farið í einstökum tilfellum. Það er oft og einatt álitamál um ferðakostnað. Það hafa orðið mál út af, hvað reikna beri ferðakostnað, hvort þar heyrði undir aðeins hestur eða gisting o. fl. Jeg ætlaði ekki með þessum orðum mínum að móðga neinn, síst hv. 1. þm. Húnv. (GÓ), og fæ ekki skilið, að þessi háttv. þm. hafi þurft að reiðast og vera með slettur til mín í tilefni af þessu. Jeg skýrði aðeins með hógværum orðum frá því, hvers vegna jeg væri á móti þessu frv., og hjelt sannast að segja, að mjer væri það leyfilegt.