09.04.1923
Efri deild: 35. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 509 í B-deild Alþingistíðinda. (580)

24. mál, fjáraukalög 1922

Jón Magnússon:

Mjer heyrðist hæstv. atvrh. (KIJ) halda því fram, að fyrverandi stjórn hafi gefið vilyrði um að kaupa mómýrauppdrættina af Einari Benediktssyni. Þetta hefir átt að gerast meðan jeg var utan, og vissi jeg ekkert um þetta mál fyr en jeg heyrði eitthvað talað um það í vetur. En það sanna í þessu máli mun vera það, að Pjetur heitinn Jónsson lofaði Einari Benediktssyni að leggja málið fyrir þingið með meðmælum sínum. Þetta hefir fyrverandi fjármálaráðherra (MG) sagt mjer. Annað vilyrði hefir ekki verið gefið, og var núverandi stjórn vitanlega á engan hátt bundin við þetta.