18.04.1923
Neðri deild: 45. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 996 í B-deild Alþingistíðinda. (775)

1. mál, fjárlög 1924

Magnús Guðmundsson:

Aðeins örfá orð. Hv. 1. þm. N.-M. (ÞorstJ) sagði, að það væri ekkert nýtt, þó þm. væri ekki gefinn kostur á að gera till. um ferðaáætlunina. En þetta er ekki rjett, eins og hann reyndar viðurkendi sjálfur, því það hefir altaf verið gert, jafnvel þótt tíminn væri orðinn eins naumur og hann talaði um, að hefði verið í hitteðfyrra.

Þá talaði sami háttv. þm. um, að það yrði þá að flytja till. í frv. formi. En þess þarf ekki með. Það má bara láta þær liggja frammi til sýnis þm., svo þeim gefist kostur á að gera tillögur um þær. Jeg vil svo leyfa mjer að skora á samgmn., að hún taki aftur till. þær, er hún hefir gert til Nielsens, og gefi þm. kost á að athuga þær, með auglýsingu frá forsetastóli, og taki svo við þeim tillögum, er þeir koma fram með. Jeg álít þetta sjálfsagt, ekki síst þar sem samkomulagið, jafnvel innan sjálfrar nefndarinnar, er ekki betra en það er.