07.04.1923
Neðri deild: 36. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1179 í B-deild Alþingistíðinda. (900)

8. mál, einkaleyfi

Atvinnumálaráðherra (KIJ):

Jeg get verið stuttorður að þessu sinni. Þessi eina efnisbreyting á frv., sem háttv. allshn. stakk upp á, er þess eðlis að koma í veg fyrir, að til sjerstaks kostnaðar sje stofnað í sambandi við þessi mál, og það er nákvæmlega það sama, sem haldið er fram í frv., og því hefi jeg ekkert á móti því, að það sje enn skýrara tekið fram þar. Aðrar brtt. háttv. nefndar eru, eins og háttv. frsm. (JÞ) tók fram, ýmist til skýringa eða leiðrjettinga á smávægilegum atriðum. 5. brtt.. við 24. gr. frv., er ítarlegri en frv., og því til bóta.

Þarf jeg svo ekki að fara fleiri orðum um þetta, og þakka hjer með háttv. allshn. fyrir góða meðferð þessa máls, sem jeg vænti, að gangi nú greiðlega gegnum báðar deildir þingsins. Þó er jeg ekki viss um, að Ed. muni fallast á skilning allshn. Nd. á orðinu „ráðuneyti“ — að það sje átt við þann ráðherra og þá deild stjórnarráðsins, sem málið heyrir undir, en ekki alla ráðherrana í einu. En ef háttv. Ed. mótmælir eigi þessum skilningi orðsins eða breytir þessu, þá lít jeg svo á, að þannig eigi þetta að vera.