07.04.1923
Neðri deild: 36. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1180 í B-deild Alþingistíðinda. (901)

8. mál, einkaleyfi

Frsm. (Jón Þorláksson):

Það er aðeins örstutt athugasemd vegna þess að jeg gleymdi því, að orðið „ráðuneyti“ í frv. á samkvæmt skilningi nefndarinnar aðeins að þýða þann ráðherra og þá deild eða stjórnarskrifstofu, er málið heyrir undir. Þessa vill nefndin geta af því að í umræðum um þetta mál í Ed. 1922 kom fram efi á því, hvort rjettara væri að láta sjerstaka nefnd rannsaka einkaleyfin eða fela þá rannsókn öllu ráðuneytinu. En eins og stjórnarfyrirkomulagið er nú, hlýtur þetta aðeins að merkja þann sjerstaka ráðherra og deild hans, er málið snertir. Það, sem Ed. virðist hafa meint með orðinu „ráðuneyti“, mun heita á rjettu máli ráðherrafundur eða ráðherrasamkoma. Nefndin tekur þetta fram af því hún vill ekki láta taka þetta mál frá rjettum viðkomandi ráðherra og leggja það undir alt ráðuneytið.