27.03.1924
Neðri deild: 34. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1653 í B-deild Alþingistíðinda. (1065)

73. mál, yfirsetukvennaskóli

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Í tilefni af ræðu hæstv. forsrh. skal jeg láta þess getið, að það er ef til vill eins tryggilegt, að einhver prófessorinn í læknadeild háskólans annaðist ljósmæðrafræðslu og að það sje falið landlækni. Þó vil jeg ekki óska þess, að málið sje tekið út af dagskrá, nema aðrir nefndarmenn krefjist þess. Það er líka athugandi, að það, sem gert verður í þessu máli, verður ekki til eilífrar frambúðar, því þegar fæðingarstofnun verður komið upp hjer í bæ, verða vitanlega ný ákvæði sett um ljósmæðrafræðslu.