05.03.1924
Efri deild: 11. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1672 í B-deild Alþingistíðinda. (1108)

59. mál, friðun rjúpna

Sigurður Jónsson:

Jeg álít fulla þörf á frv. í þá átt, sem þetta fer. Eftir þeim fregnum, sem jeg hefi fengið um þetta mál víðsvegar af landinu, skilst mjer, að fjöldi rjúpna sje mjög mismunandi í hinum ýmsu landshlutum. Þar sem skógar eru svo nokkru nemur, t. d. víða í Þingeyjarsýslum, er töluvert um rjúpur, en aftur mjög lítið víða annarsstaðar, og er því full nauðsyn á að framlengja friðunina eitthvað. Hitt er annað mál, að jeg held jafnvel, að heppilegra væri að alfriða rjúpuna 3. eða 4. hvert ár, í stað 7. hvers árs, sem nú er.

En ef frv. þetta kemur til meðferðar í landbn., fæ jeg tækifæri til að athuga það nánar, og get því geymt mjer að ræða það frekar.