13.03.1924
Efri deild: 18. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1681 í B-deild Alþingistíðinda. (1115)

59. mál, friðun rjúpna

Guðmundur Ólafsson:

Hv. 1. þm. Eyf. (EÁ) sagði, að það þyrfti að vera mikið af rjúpu í Húnavatnssýslu til þess að jeg sæi hana. Það skyldi nú vera svo, að jafnt sje af rjúpu í Húnavatnssýslu og Eyjafjarðarsýslu. Það verður þá ekki annað sagt en að alt verði að rjúpu í augum hv. þm. Annars var á hv. þm. að heyra, sem hann vildi enga friðun, vegna þess að lögin sjeu brotin. Það er nú svo, að mjer finst sem mönnum hætti oft við nú orðið að gera lítið úr lögunum, en jeg býst við því, að fleiri friðunarlög sjeu brotin en þau, sem hjer er um að ræða, og sannar það út af fyrir sig ekkert um það, hvort friðunartíminn sje of langur eða ekki.