18.03.1924
Neðri deild: 26. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1692 í B-deild Alþingistíðinda. (1133)

59. mál, friðun rjúpna

Jón Kjartansson:

Út af ummælum hv. þm. Borgf. (PO) og hv. þm. Str. (TrÞ) vil jeg leyfa mjer að beina þeim tilmælum til hæstv. forsrh. (SE), sem því miður er ekki staddur hjer í deildinni, en hæstv. atvrh. (KlJ) skýrir honum þá vonandi frá þessum orðum mínum, að hann láti rannsaka þá ákæru, sem þessir tveir hv. þm. hafa borið fram, og vænti jeg þá þess, að þessir 2 hv. þm. skjóti sjer ekki undir vernd stjórnarskrárinnar, heldur komi og beri vitni í málinu.