12.04.1924
Neðri deild: 49. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1713 í B-deild Alþingistíðinda. (1155)

59. mál, friðun rjúpna

Frsm. meiri hl. (Björn Líndal):

Jeg vil lýsa því yfir, að meiri hl. mun til 3. umr. koma fram með miðlunartill. í þá átt, að gefa ríkisstjórninni heimild til þess að alfriða rjúpuna eitt ár í senn með reglugerð, þegar ástæða er til, og er þá bætt úr því, þótt numin verði úr lögum fyrirfram ákveðin ársfriðun, sem hv. 1. þm. S.-M. er svo sárt um. En eins og hæstv. fjrh. (JÞ) gat um, þá eru þessi alfriðunarár, þannig löngu fyrirfram ákveðin, oftast gagnslaus. Jeg hefi heimild til að lýsa þessu yfir fyrir hönd nefndarinnar, því hún hefir borið sig saman um málið.