10.04.1924
Neðri deild: 47. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1902 í B-deild Alþingistíðinda. (1365)

61. mál, bæjargjöld í Reykjavík

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg mótmæli því alveg, sem hv. 3. þm. Reykv. (JakM) sagði um það, að í verði lóða hjer í bænum sjeu meðtaldar hinar óbygðu lendur bæjarins umhverfis kaupstaðinn. Þetta gæti hann sjeð, ef hann vildi athuga það, og ef hann gefur gætur að því, hve hátt er áætlaður skattur af lóðum, samanborið við skatt af húsum, gæti hann fljótlega komist að raun um, að það er rjett, sem jeg segi, að lóðirnar sjeu tiltölulega miklu hærra metnar.