13.03.1924
Neðri deild: 22. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 476 í C-deild Alþingistíðinda. (2118)

70. mál, ritsíma og talsímakerfi

Flm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Frv. það, sem hjer liggur fyrir, er borið fram eftir ósk Vestur-Ísfirðinga og í samráði við landsímastjóra. Vestur-Ísfirðingar vita best, hvað þeim er símaleysið bagalegt, en landsímastjórinn þekkir þá hliðina best, sem landsímann snertir. það segir sig sjálft, að nauðsyn ber til þess, að sími verði lagður að Núpi, vegna skólans þar, enda er ekki nem 5 km. spölur þangað frá næstu símastöð. Og þá hafa dalirnir, einkum Valþjófsdalur og Ingjaldssandur, mikla þörf fyrir síma, þar sem þeir eru mjög afskektir og inniluktir, og sími næstum sú eina samgöngubót, sem þar verður komið við í bráðina. Gæti mönnum þar orðið hið mesta gagn að símanum, t. d. við læknisvitjanir. En þó þetta sje sett í símalögin nú, þá er auðvitað ekki til þess ætlast, að báðar línurnar gangi fyrir öllum slíkum framkvæmdum, sem þegar hafa verið heimilaðar,

Um kostnaðarhliðina þarf jeg ekki að ræða í þessu sambandi, þar sem ekki kemur til framkvæmda án sjerstakrar fjárveitingar á fjárlögunum.

Vil jeg svo að lokum mælast til þess, að mál þetta fái að ganga til samgmn., og geri jeg þá ráð fyrir, að hún leiti frekari upplýsinga hjá landsímastjóra.