14.04.1924
Neðri deild: 50. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 753 í C-deild Alþingistíðinda. (2359)

54. mál, vinnutími í skrifstofum ríkisins

Magnús Torfason:

Jeg greiddi atkv. á móti dagskrá allshn., vegna þess, að mjer fanst hún máttlaus. Jeg fyrir mitt leyti lít ekki svo á, að neinn sparnaður verði að því, að þetta frv. verði að lögum, hvort heldur óbreytt eða með breytingu hv. þm. Ísaf. (SigurjJ). Það yrði aðeins til þess að kaupa þyrfti dýra eftirvinnu, þegar miklar annir væru á skrifstofunum. Í samræmi við það, sem jeg hefi sagt, leyfi jeg mjer að bera fram svohljóðandi rökstudda dagskrá:

Deildin felur stjórninni að ganga ríkt eftir, að vinnutími á opinberum skrifstofum sje notaður sem best, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.