01.05.1924
Neðri deild: 60. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í D-deild Alþingistíðinda. (2964)

136. mál, skattur af heiðursmerkjum

Pjetur Ottesen:

Út af brtt. hv. þm. V.-Ísf. (ÁÁ), ef það er rjetta nafnið á henni, en það úrskurðar hæstv. forseti (BSv) auðvitað, ætla jeg að leyfa mjer að bera fram aðra brtt. Hún hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

(sjá þskj. 511.).

Þessar tillögur lágu báðar fyrir á þingi 1922 og voru þá samferða. Skilst mjer fara mjög vel á því, að þær verði nú samferða aftur.