01.05.1924
Neðri deild: 60. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í D-deild Alþingistíðinda. (2968)

136. mál, skattur af heiðursmerkjum

Forsætisráðherra (JM):

Þar sem hv. þm. V.-Ísf. (ÁÁ) talaði um sparnað, þá er það auðvitað, að kostnaður af fálkaorðunni verður hjeðan af sama sem enginn. Það var aðeins fyrstu árin, þegar krossarnir voru búnir til, að talsverður kostnaður varð, en hann minkar af skiljanlegum ástæðum, og verður lítill sem enginn framvegis.