25.04.1924
Neðri deild: 55. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 577 í D-deild Alþingistíðinda. (3401)

81. mál, starfsmannahald við landsverslunina og áfengisverslunina

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg get verið ánægður með, að blærinn er kominn af annari átt hjá hv. 4. þm. Reykv. (MJ), að það er ekki lengur tilgangur hans að eggja stjórnina til eyðslu, heldur til sparnaðar. Jeg þarf í rauninni lítið annað að segja nú en að láta í ljós ánægju mína yfir þessu. Aðeins vil jeg taka það fram, að samkvæmt kenningu þess hv. þm. (MJ) og hv. 3. þm. Reykv. (JakM), bæri þá einnig að leggja fleiri ríkisstefnanir niður, svo sem t. d. Landsbankann. Það eru víst síst lægri launin þar en við þessar stofnanir. Annars býst jeg við, að það rætist, sem hv. 4. þm. Reykv. (MJ) sagði áðan, að Íhaldsflokkurinn fylgist eins vel að hjer eins og t. d. í því að fækka þingum og ýmsu öðru.