01.04.1924
Neðri deild: 39. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1270 í B-deild Alþingistíðinda. (553)

3. mál, útflutningsgjald

Jakob Möller:

Á þskj. 254 er till. frá fjhn. um það, að þessi lög um útflutningsgjald skuli gilda til ársloka 1927, í stað þess, sem ákveðið hafði verið í hv. Ed., að þau skyldu gilda þangað til öðruvísi yrði ákveðið.

Nefndin vill ekki fallast á það, að þetta gjald sje gert að föstu gjaldi að svo stöddu. Það var í fyrstu ætlast til þess, að það fjelli í burt svo fljótt sem ástæður leyfðu. Og að undanförnu hefir það verið samþykt að framlengja gildi þeirra aðeins frá ári til árs. Nú lítur fjhn. þannig á, að ekki muni hægt að nema gjald þetta úr gildi á næstu árum, og getur hún því gengið inn á það, að það sje framlengt enn um 3 ár.