28.04.1924
Efri deild: 56. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1308 í B-deild Alþingistíðinda. (616)

6. mál, sameining yfirskjalavarðarembættis og landsbókavarðarembættis

Forsætisráðherra (JM):

Jeg vil aðeins láta þess getið, af því að jeg var ekki við 2. umr. þessa máls hjer í deildinni, að sá sparnaður, sem af frumvarpi þessu leiðir, getur tæplega komið í framkvæmd að öllu leyti þegar í stað, því að ákveðið er að veita nú yfirskjalavarðarembættið, en ekki skjalavarðarembættið. Er það því ekki fyr en sá maður, sem nú verður þjóðskjalavörður, lætur af embætti, að sparnaður þessi kemur fyllilega í ljós. Jeg hefi átt tal um þetta við nefndir í þinginu og fleiri þingmenn, og eru þeir þessari tilhögun samþykkir. Vona jeg því, að frv. verði samþykt með þessum skilningi.