26.04.1924
Neðri deild: 56. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1399 í B-deild Alþingistíðinda. (675)

5. mál, vegalög

Fjármálaráðherra (JÞ):

Háttv. þm. V.-Húnv. (ÞórJ) talaði langt mál um þessa till., að færa veginn um Vesturhóp. En það var samt engin ástæða til þess, þar sem engin brtt. hefir komið í þá átt. En sannast mun það, að þegar fullkominn vegur verður gerður gegnum Vestur-Húnavatnssýslu, sennilega eftir okkar beggja dag, þá mun hann verða látinn liggja eftir Vesturhópi, því að þar er vegarstæði best og haganlegast. En greinilega mátti heyra í ræðu hans óminn af þeirri hreppapólitík, sem á sjer stað í þessu máli í Húnavatnssýslu. Vil jeg ekki fara að blanda mjer í þær sakir. En ekki get jeg orðið við þeirri beiðni að taka till. mína aftur. Jeg vil láta það sjást, að jeg viti, hvað skynsamlegast sje að gera í þessu máli, en það er að komast af með 2 vegi í stað 3, eins og þeir hljóta að verða, ef frv. verður samþykt óbreytt.