05.03.1924
Neðri deild: 15. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1424 í B-deild Alþingistíðinda. (714)

50. mál, hundahald í kaupstöðum og kauptúnum

Frsm. (Jón Kjartansson):

Jeg skal taka það fram út af ummælum hæstv. atvrh. (KlJ), að jeg tel alveg óþarft að breyta orðalagi brtt. hvað þetta snertir, því að jeg býst við, að verkaskiftingin í stjórnarráðinu sje svo skýr, að ekki þurfi að lenda í þvargi, undir hvern þeirra málið heyrir. Legg jeg því til, að orðalagið sje samþykt óbreytt.