20.03.1924
Neðri deild: 28. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1603 í B-deild Alþingistíðinda. (887)

97. mál, landhelgissektir í gullkrónum

Hákon Kristófersson:

Það er einnig örstutt athugasemd viðvíkjandi ræðu hv. þm. Str. (TrÞ). Jeg hygg, að hann hafi átt við seladráp á þeim svæðum, sem selir eru friðhelgir á. Þetta er alveg rjett; ef sektin er aðeins 4 kr., er seladrápið gróðavegur. En jeg man ekki betur en að veiðarfærin, t. d. byssan, sje einnig upptæk, en þó þori jeg ekki að fullyrða, að mig minni rjett. Að öðru leyti er jeg alveg sammála hv. þm. Str., að það sjeu ýms tilfelli önnur, þar sem sektarákvæði þurfi athugunar við. Eins er jeg sammála hv. þm. V.-Sk. (JK) um það, að sektar ákvæði landhelgislaganna sjeu orðin of lág.