26.03.1924
Neðri deild: 33. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1607 í B-deild Alþingistíðinda. (899)

97. mál, landhelgissektir í gullkrónum

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg hefi ekkert á móti því, að málið sje tekið út af dagskrá, þar sem líklegt þykir, að til sjeu yngri lög um þetta en tilsk. frá 1849. En eins og jeg hefi sagt, er það engin tilviljun, að við hv. þm. Barð. (HK) flytjum þessa till. Það er eftir ítrekaðri beiðni kjósenda okkar. Mjer finst heldur ekkert óeðlilegt að miða sektirnar við gengi, því að það er aðeins að færa þær til núgildandi peningaverðs. Og þegar það er gert, helst nákvæmlega sami grundvöllur fyrir sektarákvæðunum og áður.