16.02.1925
Efri deild: 7. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2025 í B-deild Alþingistíðinda. (1111)

8. mál, verslunaratvinna

forseti (HSteins):

Áður en fundi er slitið vildi jeg geta þess, að allshn. þessarar háttv. deildar hefir farið þess á leit, að hún mætti bæta við sig tveimur mönnum í einu máli, frv. um verslunaratvinnu. Það er ekki beinlínis heimilað í þingsköpum að bæta mönnum við í nefndir; aðeins að býtta á mönnum í nefndum. Þarf því afbrigði frá þingsköpum til þess að bæta við nefndina.

Jeg leyfi mjer að bera undir hæstv. stjórn og háttv. deild, hvort leyfð skuli þau afbrigði, að allshn. bæti við sig þeim tveim mönnum, sem hún hefir óskað eftir, til þess að eiga hlut í meðferð frv. til laga um verslunaratvinnu, en þeir eru: hv. þm. Vestm. (JJós) og hv. 2. þm. S.-M. (IP).