24.04.1925
Neðri deild: 63. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2247 í B-deild Alþingistíðinda. (1230)

16. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Magnús Torfason:

Mjer fanst hæstv. fjrh. (JÞ) vera æðikrumpinn fyrir hönd útgerðarmanna, er hann átaldi mig fyrir að segja, að þeir drægju úr tekjuskatti sínum. En jeg þóttist hafa talað svo skýrt, að óþarft væri að draga þá ályktun af orðum mínum, að jeg hjeldi því fram, að þeir notuðu sjer aðstoð reikningsfróðra manna í sviksamlegum tilgangi. Jeg þekki ekki slíkt, og það er ekki siður minn að fleipra um það, sem jeg get ekki dæmt um. En jeg get sagt hæstv. fjrh. það, að það eru fleiri en kaupmenn og útgerðarmenn, sem fá reikningsglögga menn til að gera upp reikninga sína á undan framtali, og mjer er kunnugt um, að þeir gera það til að vera vissir um að borga ekki meiri skatt dæmið á þskj. 213 nokkru nánara og sjeð þá, að eftir núgildandi lögum verður meðalprósenttala hinna 5 ára 35, en 37,5 samkv. frv., eða

en 30% samkv. frv. á þingskj 16

- 58% —

– - 60% —–

_ 33% _ _ . _ _

- 6,6% —–

en þörf er á. Sjálfur hefi jeg orðið að borga skatt af tekjum, sem jeg myndi hafa losnað við að greiða hjer, og eins hefi jeg veitt því eftirtekt, að útgerðarfjelög komast hjá að greiða tekjuskatt af allháum upphæðum, sem eðlilegt væri, að þau borguðu af. Reikningsfróðir menn hafa veitt þeim sínar leiðbeiningar, og skattstjóri auðvitað gætt þess, að láta þau ekki, fremur en aðra, borga meira en þeim bar. Annars eru þessi lög að mörgu leyti svo flókin og erfitt að setja sig inn í þau, að ekki er nema von, að almennir gjaldþegnar telji oft meira fram en þeim ber skylda til.

Hæstv. fjrh. talaði um, að skattstigi hlutafjelaga hækkaði fyr en einstaklinga. Jeg ber ekki á móti því. En á það ber líka að líta, að einstaklingar hafa allskonar þarfir og þurfa að minsta kosti að lifa, á skuldum, ef ekki vill betur. Þetta held jeg, að geti vegið eins mikið, ef á alt er litið.