11.05.1925
Efri deild: 74. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3174 í B-deild Alþingistíðinda. (1929)

50. mál, tollalög

Frsm. meiri hl. (Jóhann Jósefsson):

Jeg vildi leiðrjetta nokkurn misskilning í ræðu hv. 5. landsk. út af orðum mínum um frjálsa verslun á laugardaginn. Jeg sagði, að baráttan fyrir frjálsri verslun hefði hingað til einkum verið háð gegn útlendu valdi, en nú væri ekki lengur um slíkt vald að ræða hjer nema að litlu leyti. (JJ: En útlendu hringarnir?): Hinsvegar sagði jeg aldrei, að öll barátta fyrir frjálsri verslun hlyti að vera gegn útlendu valdi, og hefir hv. 5. landsk. orðið að viðurkenna það með þögninni.