18.04.1925
Neðri deild: 59. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 845 í C-deild Alþingistíðinda. (2697)

32. mál, varalögregla

forseti (BSv):

Þá eiga að koma til atkv. kröfur um að taka tvö mál á dagskrá. Er þá fyrst að ganga til atkv. um það, hvort taka skuli á dagskrá frv. til laga um breytingu á lögum nr. 41, 27. júní 1921, um breytingu á 1. gr. tolllaga nr. 54, 11. júlí 1911, og viðauka við þau lög. — Samkvæmt þingsköpum á að greiða atkvæði um þetta umræðulaust.