08.05.1925
Neðri deild: 75. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 78 í D-deild Alþingistíðinda. (3155)

128. mál, seðlaútgáfa og önnur bankalöggjöf

Flm. (Jakob Möller):

það var alls ekki mín meining að lýsa sjerstakri afstöðu til þessa máls, því jeg skal fúslega játa, að jeg er að svo komnu máli alls ekki búinn að setja mig svo vel inn í málið, að jeg treysti mjer til að kveða upp neinn dóm. En jeg segi þetta eins og það hefir verkað á mig, eftir því sem jeg hefi átt kost á að kynna mjer skjöl málsins. En að öðru leyti skal jeg taka það fram, að jeg þykist ekki á nokkum hátt hafa skapað mjer endanlega skoðun um það, hvernig þessu máli verði heppilegast ráðið til lykta.