12.05.1925
Sameinað þing: 6. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 236 í D-deild Alþingistíðinda. (3201)

131. mál, steinolíuverslunin

Bjarni Jónsson:

Jeg vildi leyfa mjer að mæla á móti því, að menn fari svo háðulega með sjálfa sig og þingið að taka fyrir munninn hver á öðrum. Jeg álít ekki, að meiri hluti þingmanna hafi rjett til að taka fyrir munninn á þó ekki sje nema einum þingmanni, sem rjett hefir samkv. þingsköpum til að tala. Jeg vil láta þessa getið, af því jeg tel þetta þann versta þingósið, sem nokkur þjóð getur leyft sjer.