27.02.1925
Sameinað þing: 3. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 708 í D-deild Alþingistíðinda. (3405)

68. mál, strandferðir

Jón Kjartansson:

Jeg er samþykkur tillögu þessari, að því leyti sem hún getur orðið til þess að bæta samgöngumar. En mjer finst hv. flm. alveg hafa gleymt Suðurlandsundirlendinu.

Það er vitanlegt, að Skaftafells- og Rangárvallasýslur eru langverst settar af öllum sýslum landsins hvað strandferðirnar og allar samgöngur snertir. Jeg vil því vekja athygli Alþingis á því, ef fara á að taka strandferðamálið til nýrrar athugunar nú, að þá er með öllu ómögulegt að sleppa þessum sýslum, og þá sjerstaklega Vestur-Skaftafellssýslu. Því eins og kunnugt er, verður hún að hafa samgöngur sjóleiðina, því landleiðin hefir svo margar og miklar torfærur, að hún verður ekki notuð.

Vestur-Skaftafellssýsla getur ekki notið góðs af ferðum „Esju“, því á það er ekki að treysta, að hún geti komið þar við, þó að hún eigi þangað áætlun, og verður Vestur-Skaftafellssýsla þess vegna að hafa sjerstakar bátsferðir, líkt og nú er með „Skaftfelling“. En Alþingi verður, til þess að þær ferðir geti haldið áfram, að veita ríflegan styrk til þessa báts, svo að hann geti haldið uppi ferðum á þessu hafnlausa svæði.