20.02.1925
Efri deild: 10. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1207 í B-deild Alþingistíðinda. (464)

13. mál, smjörlíki

Atvinnumálaráðherra (MG):

Þetta litla frv. hefir gengið ágreiningslaust gegnum Nd. Tilgangur þess er að bæta úr misrjetti, sem eitt rjómabú landsins, Áslækjarrjómabúið, hefir orðið fyrir af hálfu Alþingis, þótt óviljandi væri. Jeg get að öðru leyti vísað til aths. við frv. þetta og býst við, að deildin taki því vel og lofi því að halda leiðar sinnar. Því var vísað til landbn. í Nd., og ef hv. deild fyndi ástæðu til að vísa því til nefndar, ætti það heima þar, en jeg tel málið svo einfalt, að slíks ætti ekki að þurfa.