08.04.1925
Efri deild: 50. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1308 í B-deild Alþingistíðinda. (573)

21. mál, styrkveiting til handa íslenskum stúdentum við erlenda háskóla

Guðmundur Ólafsson:

Jeg hefi ekki skilið vel þessar umræður viðvíkjandi tölu styrkjanna. Mjer finst hjer ekki um að ræða fjölgun styrkja, heldur hitt, að 4 nemendur sjeu styrktir til 6 ára. Samkv. frv. veitist styrkurinn til fjögurra ára, en ef brtt. verður samþykt, þá til sex ára. Þessar umræður hafa því verið úti á þekju. Brtt. hefir sem sje orðið alt önnur hjá hv. meiri hl. nefndarinnar en til var ætlast. Hæstv. forsrh. tók hana eins og hún átti að vera, en ekki eins og hún er.