02.03.1926
Neðri deild: 18. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1570 í B-deild Alþingistíðinda. (1193)

42. mál, innflutningsbann á dýrum o. fl

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg get látið í ljós gleði mína yfir því, að þetta frv. er fram komið. Jeg geri ráð fyrir, að við nokkrir í Nd. munum eiga okkar hlut í því, sem komum fram með frv. á síðasta þingi, er fór í sömu átt að nokkru leyti. Jeg læt í ljós gleði mína af því, að þar er gert ráð fyrir, að banna megi, þó ekki sje nema um stundarsakir, innflutning á heyi frá þeim löndum, þar sem húsdýrasjúkdómar geisa.

En jeg vil leyfa mjer að skjóta því til nefndarinnar, hvort ekki sje ástæða til að ganga ennþá lengra en hún hefir gengið inn á þessa braut, nefnilega að gera beinlínis ráðstafanir til þess að koma algerlega í veg fyrir slíkan innflutning. Búnaðarfjelag Íslands hefir fyrir nokkru gert ráðstafanir til þess að láta rannsaka það hey, sem hingað flyst. Ef þeirri rannsókn er ekki þegar lokið, þá mun það verða mjög bráðlega. Það er talið víst, að auk þess sem hætta getur stafað af þessu heyi, sje það svo mikið og magurt, að stórskaði sje að kaupa það.

Jeg leyfi mjer að skora á hv. landbn. að ganga úr skugga um þetta og athuga, hvort ekki sje ástæða til að kveða ríkara á um innflutningsbann þetta en gert er í frv.