02.03.1926
Neðri deild: 18. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1571 í B-deild Alþingistíðinda. (1195)

42. mál, innflutningsbann á dýrum o. fl

Tryggvi Þórhallsson:

Vitanlega er það rjett, sem háttv. 1. þmt. N.-M. (HStef) sagði, að þessi lög eru sett fyrst og fremst vegna sjúkdómahættu. En það, sem jeg vildi benda á, er það, hvort ekki mætti taka tillit til þess í þessum lögum, að það hefir komið á daginn, að hjer er um sjerstaklega óheppilega verslun og búskap að ræða, þegar ákveðið er, hvort flytja megi inn þessa vöru eða ekki.