20.03.1926
Efri deild: 33. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1585 í B-deild Alþingistíðinda. (1213)

42. mál, innflutningsbann á dýrum o. fl

Ingvar Pálmason:

Jeg skal ekki tefja fyrir málinu. Háttv. frsm. vildi líta svo á, að hjer væri aðeins um heimild að ræða. En jeg get ekki verið alveg sammála. Jeg lít svo á, að í frv. felist hreint aðflutningsbann. Mjer virðist, að lögin ættu aðeins að vera heimildarlög, og þarf þá að breyta 1. gr., því jeg býst við, að algert bann hljóti að leiða til undanþágu. Og þó að aðeins væri heimilað að banna innflutning á dýrum, þá mundi mega ná því sama marki á þann hátt. Það nyti sín betur, en kæmi alveg að fullum notum.

Hvað viðvíkur innflutningi frá Noregi, mætti auðvitað taka það upp í 2. gr.

Hjer í l. gr. frv. er engin undantekning, heldur algert bann. Þýðir ekki um það að þrátta, þar sem engin brtt. er fram komin. En hugsanlegt er, að innflutningur á hreindýrum kæmist á, enda upplýstist, að hv. nefnd var ekki ókunnugt um það.

Það vildi nú svo til, að málið um hreindýrin varð hjá hv. frsm. að kynbótamáli. en ekki heilbrigðismáli. Er það nokkuð mikil víkkun á valdsviði dýralæknis, ef hann á að geta bannað innflutning á dýrum, jafnvel þó að um enga sýkingarhættu sje að ræða. (EP: Jeg mintist á það líka). Veit jeg það. En hvar eru takmörkin fyrir því, hve langt dýralæknir getur teygt vald sitt eftir frv? Jeg tel hyggilegast, að landsstjórnin hafi hjer úrskurðarrjett, en auðvitað í samráði við dýralækni. Mættu og fleiri dýralæknar koma þar til greina.

Skal jeg svo ekki orðlengja um þetta meira.