27.02.1926
Efri deild: 15. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 27 í C-deild Alþingistíðinda. (1892)

21. mál, lokunartími sölubúða

Jónas Jónasson:

Mjer kemur það undarlega fyrir sjónir, að háttv. l. þm. Rang. (EP), sem er prestur þjóðkirkjunnar, skuli vera fastur mótgangsmaður eins hins elsta og þektasta af boðum kirkjunnar, þ. e. um helgi hvíldardagsins, og láta það viðgangast, að löggjöfin skifti sjer ekki af því, að helgidagsbrot sjeu framin átölulaust.

Hann veit vel, hv. 1. þm. Rang., að sje hægt að sanna á hann helgidagsbrot með orði kirkjunnar, þá er hann að rjettum lögum rækur úr kirkjunni. Jeg hefi áður lýst því hjer í hv. deild, hve mikil jarðafríðindi kirkjan ber til hans, og þeim mun hann alls eigi vilja sleppa. Það er sjálfsagt mannlegt, en prestlegt er það ekki, að seilast svo mjög til Mammons, eins og þessi háttv. þm. gerir, en hart er, að hann skuli vilja lög helga brot á lögum þeirrar stofnunar, sem árum saman hefir veitt honum 20 klyfjar af smjöri að launum fyrir þá þjónustu, sem hann hefir verið fær um að veita guðsríki á jörðunni.

Þessi háttv. þm. var að tala um, að einn af andstæðingum mínum hefði haft um mig nokkur gremjuyrði, er jeg hafði hrakið hann af hólmi í röksemdaþraut. Á slíkum dómum er ekki mikið hægt að byggja. Hv. 1. þm. Rang. hefir Sjálfsagt heyrt gamla vísu eftir eitt af þjóðskáldum landsins um gáfnatregan mann, sem sífelt bauð sig til þingsetu:

„Kjósið þið hverja Hliðarkú

heldur en svarta nautið.“

Vill háttv. þm. kannast við, að þessi dómur þjóðskáldsins sje rjettur?