11.03.1926
Neðri deild: 28. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 212 í C-deild Alþingistíðinda. (2034)

22. mál, skipting Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi

Frsm. minni hl. (Jón Baldvinsson):

Það var skilið svo við þetta mál við 2. umr., að vænlegt var um framgang þess. Þá komu fram tilmæli um að bæta inn í frv. ákvæði, sem gerði það aðgengilegra fyrir ýmsa, sem málinu voru hlyntir. Síðan við 2. umr. hefi jeg leitað fyrir mjer um, hvort hægt væri að sameina menn um tillögu í þessa átt. En það hefir ekki tekist. Treystist jeg því ekki til að koma fram með neinar brtt. frá minni hálfu. Vil jeg vona, að hv. þdm. lofi málinu að ganga áfram. Sje jeg ekki ástæðu til að ræða meira um nýjar samkomulagstilraunir. Það var alt aðeins lauslegt samtal þingmanna á milli, og verður það ekki dregið inn í umræðurnar.