07.05.1926
Neðri deild: 73. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 831 í B-deild Alþingistíðinda. (229)

1. mál, fjárlög 1927

Fjármálaráðherra (JÞ):

Hv. 1. þm. N.-M. (HStef) beindi þeirri spurningu til mín, hvort þetta ráð væri upp tekið af stjórninni til þess að flýta þingi.

Það er hv. fjvn., sem leggur til, að fjárlagafrv. fari óbreytt gegnum deildina, en hinsvegar vill stjórnin styðja það af öllum mætti.

Um þingslit verður ekkert sagt enn, og er það forseta að ráðgast um það við hæstv. forsrh., hvenær þingi verði slitið, áður en það komi til tals hjer í deildinni.