19.04.1926
Efri deild: 54. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 562 í D-deild Alþingistíðinda. (3180)

101. mál, byggingarstíll prestssetursins á Bergþórshvoli

Forsætisráðherra (JM):

Það hefir verið venja í flestum tilfellum, að prestar ráði sjálfir miklu um það, hvernig þær byggingar eru, sem þeir byggja á prestssetrunum, en þó á síðari tímum yfirleitt með ráði húsameistara. En jeg hefi heyrt, að presturinn á Bergþórshvoli vilji gjarnan haga húsum þar eins og Þingvallanefndin hefir lagt til, og ef svo er, þá mun stjórnin ekki setja sig upp á móti því.

Hinsvegar veit jeg ekki, hvort hægt verður að fá fje á þessu ári til að byggja prestsseturshús á Bergþórshvoli.