12.02.1926
Neðri deild: 5. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 904 í B-deild Alþingistíðinda. (393)

12. mál, kynbætur hesta

Atvinnumálaráðherra (MG):

Frv., sem fór í mjög líka átt og þetta frv., dagaði uppi hjer í þessari hv. deild í fyrra, og þótti stjórninni því rjett að flytja það aftur nú, með því að gildandi ákvæði um kynbætur hesta geta ekki talist fullnægjandi, en hinsvegar viðurkent af öllum, að því er jeg hygg, að mikil nauðsyn sje á slíkum kynbótum.

Þar sem frv. þetta fer í mjög svipaða átt og samþykt var við 2. umr. í fyrra í þessari hv. deild, sje jeg alls enga ástæðu til þess að fjölyrða um það og legg til, að málinu verði, að lokinni þessari umr., vísað til landbúnaðarnefndar.