10.04.1926
Efri deild: 47. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 935 í B-deild Alþingistíðinda. (440)

12. mál, kynbætur hesta

Sigurður Eggerz:

Jeg óska þess eindregið, að þetta mál sje tekið út af dagskrá. Jeg ætlaði að bera fram brtt., en tók ekki eftir því fyr en of seint, að málið var á dagskrá. Jeg taldi sjálfsagt, að fram kæmi prentað nefndarálit, og mjer er mjög á móti skapi að innleiða þann sið, að nefndum haldist uppi að koma aðeins með munnlegt nál. Hjer er um talsvert þýðingarmikið frv. að ræða að því leyti, sem brotið er „principielt“ atriði um rjettindi og skyldur kvenna. Jeg vænti þess, að hv. deild hafi athugað þetta mál svo ítarlega síðan það var til umræðu hjer, að hún hafi nú tekið sinnaskiftum, svo að takast megi að lagfæra þetta atriði, ef málið er tekið út af dagskrá.