13.04.1926
Efri deild: 49. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 943 í B-deild Alþingistíðinda. (456)

12. mál, kynbætur hesta

Atvinnumálaráðherra (MG):

Mjer þykir vænt um að heyra það hjá hv. þm. A-Húnv. (GuðmÓ), að hann álítur, að frv. hafi batnað í Nd. Geri jeg mjer því vonir um, að hann fylgi því.

Um brtt. þessa hv. þm. (GuðmÓ), á þskj. 324, vil jeg geta þess, að í henni er aðeins sú efnisbreyting, að taka af honum þann rjett að mega skorast undan kosningu. Um það atriði hefir áður farið fram atkvæðagreiðsla hjer í deildinni, svo að till. er í raun og veru alveg óþörf, en frá verður henni ekki vísað vegna þingskapa, eins og till. hv. 1. landsk. (SE). Verði brtt. hv. þm. A.-Húnv. samþykt, verður frv. að fara í sameinað þing, og það tel jeg satt að segja ekki ómaksins vert. Jeg legg því til, að brtt. þessi verði feld.