19.04.1926
Neðri deild: 57. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1076 í B-deild Alþingistíðinda. (646)

4. mál, landsreikningar 1924

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg hafði ekki gætt þess að grenslast nægilega eftir því hjá ríkisbókhaldinu, til hvers þetta hefði gengið, og vildi jeg því heldur láta bíða til 3. umr. að svara fyrirspurn hv. nefndar, til þess að vera viss um að fara öldungis rjett með. Aðeins skal jeg nefna það, sem talað var um viðvíkjandi fossanefndinni og fært hefir verið þannig í mörg ár. Þetta er kostnaður við árlegar vatnsrenslismælingar. Það er mæling á vatnsrensli í nokkrum vatnsföllum á landinu, sem byrjað var á eftir tillögum fossanefndar á sínum tíma og er stöðugt framkvæmd undir stjórn vegamálastjóra. Að bendla fossanefndina við það kemur ekki til af neinu öðru en því, að byrjað var á því á sínum tíma eftir tillögum frá þessari nefnd.