06.05.1926
Efri deild: 68. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1120 í B-deild Alþingistíðinda. (696)

7. mál, fræðsla barna

Forsætisráðherra) (JM):

Úr því að breytingar eru komnar á þessu frv. á annað borð, verð jeg að segja, að jeg hefi ekkert á móti því, að þessar brtt., sem nú eru fyrir hendi, verði samþ. Jeg get ekki hugsað mjer, að brtt. hv. 4. landsk. (IHB) geri það að verkum, að frv. fyrir því mæti verulegri mótspyrnu í hv. Nd.

Jeg hefi ekkert á móti því, að húsagerðarmeistari láti skólum í tje teikningar. Eins og hv. frsm. veit, hefir það altaf verið gert, nema nú í þetta eina skifti, og stafaði það af annríki. En það safnast varla aftur fyrir svo mikið verk í einu, að bæta þurfi við manni í skrifstofuna. Nú stendur fyrir dyrum, að tveir kaupstaðir láti byggja skólahús, og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, að þeir gætu fengið teikningar hjá húsameistara.